Gentle Face Tonic
Mildur andlitstóner, 120 ml.
Gentle Face Tonic er mildur og alkóhól laus tóner. Hann fjarlægir á áhrifaríkan hátt óhreinindi og kalkleifar úr vatni. Að auki hefur hann pH-hlutleysandi áhrif á húðina á meðan hann nærir og bætir við raka. Notaðu tónerinn í lokin á andlitshreinsuninni og á undan anditskremi til að tryggja fulla virkni á serum og andlitskremum.
Tónerinn kemur í sprey formi þannig að þú getur auðveldlega notað hann bæði með og án bómullarpúða. Hann er að sjálfsögðu 100% vegan og án viðbættra ilmefna.
Notið Gentle Face Tonic á andlitið eftir að hafa hreinsað húðina með Soft Cleansing Foam til að fjarlægja síðustu óhreinindin úr húðinni. Það eru tveir möguleikar til að bera á húðtónerinn á. -Spreyjaðu vörunni á bómull og renndu honum varlega um andlitið til að tryggja að síðustu leifar óhreininda séu fjarlægðar. Eða spreyjaðu vörunni beint á húðina, þú getur annað hvort fjarlægt vöruna með bómull eða skilið hana eftir á húðinni til að húðin dragi í sig meira af nærandi innihaldsefnum.
Nú hefur skin tonicið okkar gert húðina þína tilbúna fyrir restina af húðumhirðurútínu þinni, við mælum með húðumhirðu eins og AHA peeling, Anti-Aging Lifting Serum, Frískandi augnkrem og Anti-Aging andlitskrem.
Tónerinn fyrir andlitið er frábært ef þú vilt vera viss um að húðin þín sé alveg hrein af förðunarleifum og óhreinindum dagsins eftir að þú hefur hreinsað andlitið með andlitshreinsi.
Hann hjálpar einnig við að koma jafnvægi á sýrustig húðarinnar. Eins og allar aðrar Sanzi vörur er Gentle Face Tonic 100% vegan og inniheldur einnig panthenol sem hefur róandi og græðandi áhrif á húðina. Að auki finnur þú vítamín og andoxunarefni, sem hafa róandi áhrif á húðina og vernda hana gegn loftmengun.
Tónerinn má líka speyja yfr andlitið til að gefa auka rakaboost yfir farða og krem.
-Án acahol
-Ríkt af andoxunarefnum og vítamínum
-pH stjórnar húðinni
-Hentar öllum húðgerðum
-Engin viðbætt ilmefni og paraben
-Vegan vottað
Innihaldsefni:
Water, Glycerin, Panthenol, 3-o-Ethyl Ascorbic Acid (Vitamin C), Sodium Pca, Tocopherol (Vitamin E), Urea, Betaine, Sodium Hyaluronate, Centella Asiatica Root Extract (Gotu Kola), Opuntia Dillenii Flower Extract (Prickly Pear), Aloe Barbadensis Leaf Extract (Aloe Vera), Chrysanthellum Indicum Extract (Indian Chrysanthemum), 1,2-Hexanediol, Allantoin, Disodium Edta, Citric Acid, Phenoxyethanol, Ethylhexylglycerin
